Entries by bibi

,

Sýningasumarið 2021

Þar sem síðasta sumar fór í fjöldatakmarkanir, sóttvarnir, einangrun og önnur verkefni var planið að vera með sýningu á vinnustofunni minni hér heima í Hólminum núna í sumar. Þrátt fyrir að enn eimi eftir eitthvað af þessu Covid veseni í samfélaginu hef ég ákveðið að halda mínu striki og stefni á að opna  litla sýningu […]

,

Covid-19 sumar vinnustofunnar

Eftir að hafa klárað og skilað af mér verkum fyrir Vínlandssetrið í Búðardal sem opnaði í júlí sl. þá hef ég verið að taka á móti og gera fuglapantanir. Engin sýning var hjá mér á vinnustofunni í sumar og hún því lokuð nema skv. samkomulagi. Ekkert er planað út árið og því sama fyrirkomulag á […]

Ævintýraboxin á vinnustofunni

Laugardaginn 16. mars kl. 14:00 opnar lítil yfirlitssýning á verkunum mínum á vinnustofunni Tang og Riis. Sýningin stendur aðeins í eina viku eða til 24. mars og er sett upp í tilefni Júlíönnu- hátíð sögu og bóka, sem er hér í Hólminum 21. til 24. mars en allar nánari upplýsingar um þá hátíð má finna […]

Haustið og farfuglarnir

Nú nálgast haustið á ógnarhraða eftir það sem mörgum finnst frekar blautt sumar. Þrátt fyrir að vinnustofan hafi ekki verið með fasta opnunartíma í sumar hafa þó nokkrir komið í heimsókn og ýmislegt hefur verið í gangi. Nokkrar Freyjur eru enn í vinnslu og núna er ég formlega búin að opna fyrir fuglapantanir. Ég bendi […]

Freyjur og Freyjudætur / Exhibition at my Atelier

Vinnustofusýning um Hvítasunnuna. 19. til 26. Maí nk. verður á vinnustofunni Tang & Riis lítil sýning sem nefnist Freyjur og Freyjudætur. Sýningin samanstendur af 8 „freyjum“ og 4 „dætrum“ hún er ekki ólík sýningu sem var á vinnustofunni á svipuðum tíma í fyrra og nefndist Hnallþórur. Fyrir utan það að vera fallegt kvenmannsnafn sem fengið […]

Fréttir af vinnustofunni – News from the atelier

Engir fastir opnunartímar hafa verið á vinnustofunni í vetur enda engar sérstakar uppákomur verið. Ég er hins vegar að vinna að tveim sýningum sem fyrirhugaðar eru á þessu ári. Ein lítil í sama dúr og Hnallþórusýningin í fyrra og verður á vinnustofunni minni og sú seinni verður með stærra sniði og verður hún í Reykjavík […]

Sýningarlok – the end of the summer exhibition

Sýningarlok Laugardaginn 26. ágúst lauk sumarsýningunni á vinnustofunni. Ég vil því nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu gestum sem heimsóttu sýninguna fyrir komuna, og Sigríði í Leir 7 kærlega fyrir samstarfið sem hefur verið einstaklega skemmtilegt. Framundan bíða enn nokkrir fuglar sem ég á eftir að klára og dag fóru þó nokkrir á pósthúsið. Ég […]

Dirrindí, dirrindirrindí ……

Nú er loksins komin dagsetning á fuglasýninguna sem fyrirhuguð var á vinnustofunni í sumar en hún mun opna sunnudaginn 9. Júlí kl. 14:00. Sýningin sem ber heitið Dirrindí mun standa út ágústmánuð, opnunartímar verða settir inn á heimasíðuna fljótlega. Á sýningunni verða útskornir fuglar eftir mig ásamt samstarfsverkefnum okkar Sigríðar Erlu Guðmundsdóttur leirlistakonu sem rekur […]

Hnallþóruveisla – a feast

Nú fer að styttast í fyrstu opnun Vinnustofunnar 2017 en um Páskana opnar þar Hnallþórusýning. Viðeigandi viðbót í allar fermingarveislurnar á þessum tíma. Sýningin opnar fimmtudaginn 13. apríl sem er Skírdagur og stendur til 23, apríl eða aðeins í 10 daga. Opnunartímarnir verða settir inn á heimasíðuna viku fyrir opnun. Í bók Halldórs Laxness er […]

Nýtt ár og ný verkefni – new year and new projects

Gleðilegt nýtt ár og kærar þakkir til allra sem heimsóttu vinnustofuna á árinu sem var að líða. Þrátt fyrir að vinnustofan verði meira og minna lokuð næstu mánuði þá er ekki setið auðum höndum. Næsta sumar verða þar fuglar en þá mun ég líklegast setja upp litla sýningu á þeim tegundum sem ég hef verið […]