Entries by bibi

Nýtt ár með nýjum verkefnum.

Árið 2015 er runnið upp og framundan fjöldi nýrra og spennandi verkefna. Þar er helst að nefna sýningu sem ég er að stefna á að vera með hér á vinnustofunni minni næsta sumar en á henni verður myndefnið eyjar og sker á Breiðafirði. Þar er af nógu að taka 🙂 Nákvæmleg dagsetning kemur í lok mars […]

Tekið við fuglapöntunum á ný eftir sumarfrí.

Ég mun taka á móti fuglapöntunum fram til 14 september en eftir að þeim er lokið mun ég alfarið snúa mér að öðrum útskurðarverkum fyrir sýningar næsta sumars. Það er þó ekki óhugsandi að fleiri fuglar verði til þegar þeim sýningum er lokið 🙂

Skotthúfan, búningahátíð í Hólminum

Núna  laugardaginn 11. júlí verður vinnustofan opin frá kl. 11:00 til 18:00 vegna Skotthúfunnar, búningahátíðar í Hólminum. Þeir sem vilja alveg hafa puttan á púlsinum geta fylgst með á facebook síðu vinnustofunar en þar mun ég setja inn myndir og fréttir nokkuð ört yfir daginn. Þess má geta að Heimilisiðnaðarfélagið verður með aðsetur í andyri […]

Tiltekt lokið, vinnustofuopnun á ný

Að lokinni tiltekt, myndatöku og endurröðun opnar vinnustofan á morgun laugardaginn 31. maí. Ég get líka glatt þá sem misstu af FUGLA sýningunni okkar Ragnhildar með því að í nýjasta Hús og híbýli er viðtal við mig og mjög góðar myndir af sýningunni, þannig að næstu mánuði (og ár) má sjá fuglasýninguna á öllum bestu […]

Tiltekt á vinnustofunni

Sýningunni Fuglar lauk síðustu helgi og nú er verið að pakka niður og endurraða á vinnustofunni til að hægt sé að opna aftur sjómannadagshelgina. Þetta er nánast jafn mikið mál og að setja upp nýja sýningu og í þokkabót þarf að mynda nokkur verk, þannig að vonandi í lok næstu viku verða komnar inn nýjar […]