Entries by bibi

Myndatakan / the photo session

…… og í lok hverrar sýningar eru verkin öll mynduð bak og fyrir af Önnu Melsteð, þetta er eiginlega orðin hefð hjá okkur 🙂 Kærar þakkir til ykkar allra sem lögðuð leið ykkar á Vinnustofuna mína í sumar og hlustuðuð á Þjóðsögur, margar sem þið þekktuð og eflaust margir að heyra einhverja söguna í fyrsta […]

,

Sumarsýning / Summer exhibition

Laugardagurinn 16. Juli hefur orðið fyrir valinu sem opnunardagur sýningar minnar í sumar. Innblástur verkanna eru þjóðsögur eins og svo oft áður, sumar þekktar og aðrar óþekktari. Sýningin verður á vinnustofunni minni og hægt er að fylgjast með verkunum í vinnslu á facebóksíðunni. Sýningin mun standa út ágústmánuð og ég sendi út boð á Facebókinni […]

Nýtt ár ! New Year !

Árið 2015 að baki og 2016 framundan, jólagreinarnar í Vinnustofu Tang & Riis farnar að laufgast og lóan mætt á svæðið 🙂  Tvær sýningar voru hjá mér á vinnustofunni í ár, annarsvegar sýning mín EYJA sl. sumar og í desember sl. sýndi nafna mín Ingibjörg Hildur Benediktsdóttir vefnað sem hún hefur unnið frá árinu […]

Desember framundan

Í desember verður Ingibjörg Hildur Benediktsdóttir með sýningu á vinnustofu Tang & Riis á vefnaði sem hún hefur unnið undanfarin ár. Ég vona að okkur nöfnunum verði ekki ruglað mikið saman en Ingibjörg Hildur er mikil áhugakona um vefnað og ásamt því að sýna hina ýmsu ofna hluti eftir sig, hefur hún sett upp vefstól […]

Sýningarlok

Nú er sýningunni EYJA lokið og þessa dagana er ég að taka niður og ganga frá verkunum. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu sýningargestum sem heimsóttu sýninguna í sumar. Það var einstaklega gaman að taka á móti ykkur og vonandi haldið þið áfram að fylgjast með þvi sem er í gangi á vinnustofunni. Myndir […]

Sýningaropnun að baki og nú eru komnir fastir opnunartímar á vinnustofunni fram yfir verslunarmannahelgi en ég vil einnig benda á að hægt er að opna eftir samkomulagi ef þessi tími henntar illa. Nú er hins vegar loksins komin sá tími að hægt er að panta fugla á vegg aftur og set ég hér inn verð pr. […]

EYJA, sýningaropnun laugardaginn 13. júní

Laugardaginn 13. júní n.k. kl. 14:00 opna ég á vinnustofu minni í Tang og Riis í Stykkishólmi,  7. einkasýningu mína þar sem ég sýni útskorin myndverk. Sýningin nefnist EYJA enda er innblástur að þessu sinni sóttur í eyjar og sker í Breiðafirði. 14 ný verk verða á sýningunni og mun hún standa til 3. ágúst. […]

Nýtt ár með nýjum verkefnum.

Árið 2015 er runnið upp og framundan fjöldi nýrra og spennandi verkefna. Þar er helst að nefna sýningu sem ég er að stefna á að vera með hér á vinnustofunni minni næsta sumar en á henni verður myndefnið eyjar og sker á Breiðafirði. Þar er af nógu að taka 🙂 Nákvæmleg dagsetning kemur í lok mars […]