Þar sem síðasta sumar fór í fjöldatakmarkanir, sóttvarnir, einangrun og önnur verkefni var planið að vera með sýningu á vinnustofunni minni hér heima í Hólminum núna í sumar. Þrátt fyrir að enn eimi eftir eitthvað af þessu Covid veseni í samfélaginu hef ég ákveðið að halda mínu striki og stefni á að opna  litla sýningu í lok júní. Á henni verða nokkur ný verk tengd þjóðsögum sem ég er að vinna í ásamt Freyjum og fuglum, svona þverskurður af því sem ég hef verið að gera. Sýningin mun standa eitthvað fram á haustið og eins og alltaf er hægt að fylgjast með ferlinu á facebókarsíðu vinnustofunnar. Þegar nær dregur sýningaropnun get ég svo gefið upp hvenær hægt verður að taka á móti fuglapöntunum.

Due to many restrictions last summer and other commitments I decided to host a small exhibition at my atelier this summer but since there are still some Covid problems around it will not open until the end of June. There will be some new works there based on Icelandic folklore stories, some of my ladies in national costumes and birds. A little bit of everything I have been doing so far. As usual the process can be followed on my ateliers Facebook page.

Eftir að hafa klárað og skilað af mér verkum fyrir Vínlandssetrið í Búðardal sem opnaði í júlí sl. þá hef ég verið að taka á móti og gera fuglapantanir. Engin sýning var hjá mér á vinnustofunni í sumar og hún því lokuð nema skv. samkomulagi. Ekkert er planað út árið og því sama fyrirkomulag á nema að nú get ég ekki tekið á móti fleiri fuglapöntunum á þessu ári en þeir sem hafa pantað geta átt von á sínum fuglum á næstu vikum eða mánuðum.

Þetta hefur óneitanlega verið mjög sérstakt sumar fyrir okkur öll og eins og þið vona ég að næsta sumar verði frjálsara og í þeirri von er ég byrjuð að undirbúa sýningu fyrir sumarið 2021 á vinnustofunni. Ég mun setja inn myndir og fréttir af því sem er í gangi og leyfi ykkur að fylgjast með.

This has been a summer most strange and we all hope next year will bring us more freedom and, in that hope, I am planing a small exhibition in my studio for next summer. I will continue to put in pictures and news to keep you updated.

Sumarsýning Ingibjargar H Ágústsdóttur á vinnustofu hennar í kjallara Tang & Riis í Stykkishólmi. Sýningin sem mun standa út ágústmánuð samanstendur af 9 útskurðarverkum þar sem innblástur er sóttur í þjóðsögur og þjóðtrú.

FullSizeRender

Laugardagurinn 16. Juli hefur orðið fyrir valinu sem opnunardagur sýningar minnar í sumar. Innblástur verkanna eru þjóðsögur eins og svo oft áður, sumar þekktar og aðrar óþekktari.

Sýningin verður á vinnustofunni minni og hægt er að fylgjast með verkunum í vinnslu á facebóksíðunni.

Sýningin mun standa út ágústmánuð og ég sendi út boð á Facebókinni þegar nær dregur. opnunartímar vinnustofunnar þangað til eru þeir sömu og áður þ.e. þegar ég að vinna þar eða eftir samkomulagi.

I have decided on 16th of July as the opening day for my summer exhibition at my workshop. As so often before Icelandic folklore stories are the inspiration for my works.

The exhibition will last out August and I will send out notifications on Facebook when the day draws near, as well as opening hours.