Þar sem síðasta sumar fór í fjöldatakmarkanir, sóttvarnir, einangrun og önnur verkefni var planið að vera með sýningu á vinnustofunni minni hér heima í Hólminum núna í sumar. Þrátt fyrir að enn eimi eftir eitthvað af þessu Covid veseni í samfélaginu hef ég ákveðið að halda mínu striki og stefni á að opna  litla sýningu í lok júní. Á henni verða nokkur ný verk tengd þjóðsögum sem ég er að vinna í ásamt Freyjum og fuglum, svona þverskurður af því sem ég hef verið að gera. Sýningin mun standa eitthvað fram á haustið og eins og alltaf er hægt að fylgjast með ferlinu á facebókarsíðu vinnustofunnar. Þegar nær dregur sýningaropnun get ég svo gefið upp hvenær hægt verður að taka á móti fuglapöntunum.

Due to many restrictions last summer and other commitments I decided to host a small exhibition at my atelier this summer but since there are still some Covid problems around it will not open until the end of June. There will be some new works there based on Icelandic folklore stories, some of my ladies in national costumes and birds. A little bit of everything I have been doing so far. As usual the process can be followed on my ateliers Facebook page.

Eftir að hafa klárað og skilað af mér verkum fyrir Vínlandssetrið í Búðardal sem opnaði í júlí sl. þá hef ég verið að taka á móti og gera fuglapantanir. Engin sýning var hjá mér á vinnustofunni í sumar og hún því lokuð nema skv. samkomulagi. Ekkert er planað út árið og því sama fyrirkomulag á nema að nú get ég ekki tekið á móti fleiri fuglapöntunum á þessu ári en þeir sem hafa pantað geta átt von á sínum fuglum á næstu vikum eða mánuðum.

Þetta hefur óneitanlega verið mjög sérstakt sumar fyrir okkur öll og eins og þið vona ég að næsta sumar verði frjálsara og í þeirri von er ég byrjuð að undirbúa sýningu fyrir sumarið 2021 á vinnustofunni. Ég mun setja inn myndir og fréttir af því sem er í gangi og leyfi ykkur að fylgjast með.

This has been a summer most strange and we all hope next year will bring us more freedom and, in that hope, I am planing a small exhibition in my studio for next summer. I will continue to put in pictures and news to keep you updated.

Laugardaginn 16. mars kl. 14:00 opnar lítil yfirlitssýning á verkunum mínum á vinnustofunni Tang og Riis. Sýningin stendur aðeins í eina viku eða til 24. mars og er sett upp í tilefni Júlíönnu- hátíð sögu og bóka, sem er hér í Hólminum 21. til 24. mars en allar nánari upplýsingar um þá hátíð má finna hér.

file-4

Á sýningunni Ævintýraboxin eru eldri verk eftir mig í bland við ný og spanna sl. 9 ár og þar sem sýningin er á vinustofunni minni er einnig hægt að sjá ný verk í vinnslu.

Vinnustofan  er opin alla sýningardagana frá kl. 14:00 til kl. 17:00.

Hlakka til að sjá ykkur.

Ingibjörg

a

Nú nálgast haustið á ógnarhraða eftir það sem mörgum finnst frekar blautt sumar.

Þrátt fyrir að vinnustofan hafi ekki verið með fasta opnunartíma í sumar hafa þó nokkrir komið í heimsókn og ýmislegt hefur verið í gangi.

Nokkrar Freyjur eru enn í vinnslu og núna er ég formlega búin að opna fyrir fuglapantanir.

c

Ég bendi því áhugasömum á að skoða bæði heimasíðuna og facebooksíðu vinnustofunnar en það má finna fleiri myndir af fuglum á vegg. Ekki verður tekið á móti fleiri fuglapöntunum en ég næ að klára með góðu móti fyrir nóvemberlok.

Þannig að nú er um að gera fyrir þá sem hafa verið að bíða að senda mér póst sem fyrst á bibi@bibi.is

Vinnustofusýning um Hvítasunnuna.
19. til 26. Maí nk. verður á vinnustofunni Tang & Riis lítil sýning sem nefnist Freyjur og Freyjudætur. Sýningin samanstendur af 8 „freyjum“ og 4 „dætrum“ hún er ekki ólík sýningu sem var á vinnustofunni á svipuðum tíma í fyrra og nefndist Hnallþórur.

Fyrir utan það að vera fallegt kvenmannsnafn sem fengið er úr norrænni goðafræði þá er nafnið Freyja nokkurskonar samnefnari allra íslenskra kvenna sbr. Fósturlandsins Freyjur og atvinnugrein sem lengi framanaf var aðeins mönnuð konum fékk starfsheitið flugfreyjur.

4

Fyrir mörgum árum var ég í kirkju á jólunum með fjölskyldu minni íklædd faldbúningi, á bekknum fyrir framan mig sat lítil stelpa örugglega ekki eldri en 5 til 6 ára hún var að alltaf að snúa sér við og horfa á mig í búningnum enda er hann með eindæmum skrautlegur eins og þeir vita sem þekkja faldbúninga. Að lokum snýr stelpan sér að mömmu sinni og „hvíslar“ svo allir nærstaddir heyrðu; „sjáðu mamma þetta er svona Húsfreyja“

Yndislegt orð húsfreyja

Engir fastir opnunartímar hafa verið á vinnustofunni í vetur enda engar sérstakar uppákomur verið. Ég er hins vegar að vinna að tveim sýningum sem fyrirhugaðar eru á þessu ári. Ein lítil í sama dúr og Hnallþórusýningin í fyrra og verður á vinnustofunni minni og sú seinni verður með stærra sniði og verður hún í Reykjavík með haustinu. Dagsetningar eru ekki komnar á hreint en það mun skýrast fljótlega með vorinu.
Vinnustofan mun halda áfram að vera lokuð nema eftir samkomulagi.

d1

Það verður ekki hægt að panta fugla aftur fyrr en í fyrsta lagi í haust þar sem nú er unnið á fullu til að klára fyrir þessar tvær sýningar og eins og alltaf er hægt að fylgjast með vinnunni á facebooksíðu vinnustofunnar.

b

The atelier has been closed this winter since there have been no exhibitions.
I have been working on projects for two exhibitions that are planned this year. A small one like the Hnallthora exhibition last year, that one will be in my atelier and a second one (bigger one) will be in Reykjavík sometime in the autumn.
The atelier will continue to be closed except by appointment.

s

It is not possible to order any birds until this autumn at the earliest since I am now finishing works for these exhibitions. As always you can follow my work in progress on my Facebook page.

Sýningarlok
Laugardaginn 26. ágúst lauk sumarsýningunni á vinnustofunni. Ég vil því nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu gestum sem heimsóttu sýninguna fyrir komuna, og Sigríði í Leir 7 kærlega fyrir samstarfið sem hefur verið einstaklega skemmtilegt.

Framundan bíða enn nokkrir fuglar sem ég á eftir að klára og dag fóru þó nokkrir á pósthúsið. Ég miða við að skila af mér síðustu fuglapöntunum um miðjan september en eftir það hefst aftur vinna á verkum fyrir sýningu sem fyrirhuguð er á næsta ári. Nánari upplýsingar set ég inn um leið og það kemst á hreint.

Þangað til eins og alltaf er hægt að fylgjast með verkum í vinnslu inn á Facebókarsíðu vinnustofunnar sem er lokuð núna, nema eftir samkomulagi.

agust2
svanir

End of the exhibition
Last Saturday the summer exhibition ended. I would like to thank everyone who stopped by for a visit this summer.

Next on the agenda is preparation for an exhibition next summer, I will put in date and location as soon as it is confirmed.

Until then, as always you can follow my work on my studio’s Facebook page.

Nú er loksins komin dagsetning á fuglasýninguna sem fyrirhuguð var á vinnustofunni í sumar en hún mun opna sunnudaginn 9. Júlí kl. 14:00. Sýningin sem ber heitið Dirrindí mun standa út ágústmánuð, opnunartímar verða settir inn á heimasíðuna fljótlega.
Á sýningunni verða útskornir fuglar eftir mig ásamt samstarfsverkefnum okkar Sigríðar Erlu Guðmundsdóttur leirlistakonu sem rekur fyrirtækið Leir 7 hér í Hólminum.
Hlökkum til að sjá ykkur í sumar
Ingibjörg H Ágústsdóttir

The summer exhibition that was scheduled at my atelier will open 9th of July.
The exhibition is called Dirrindí and will last out the month of August, opening hours will be put on my web page soon.

The exhibition will consist of carved birds by me and also collaboration works that I have been working on with Sigríður Erla Guðmundsdóttir a local pottery artist and owner of Leir 7 here in Stykkishólmur.
Looking forward to seeing you this summer.
Ingibjörg H Ágústsdóttir

Nú fer að styttast í fyrstu opnun Vinnustofunnar 2017 en um Páskana opnar þar Hnallþórusýning. Viðeigandi viðbót í allar fermingarveislurnar á þessum tíma.

Sýningin opnar fimmtudaginn 13. apríl sem er Skírdagur og stendur til 23, apríl eða aðeins í 10 daga. Opnunartímarnir verða settir inn á heimasíðuna viku fyrir opnun.

Í bók Halldórs Laxness er sögupersóna sem kölluð var Frk. Hnallþóra þar sem hún þótti „handfjatla hnallinn í mortélinu nokkuð frekt„. Kökurnar sem hún bakaði og bar fram voru víst svakalegar.

Ég ákvað að skera út 8 Hnallþórur til heiðurs íslenskum konum sem hafa öldum saman handfjatlað hnallinn í mortélinu til að útbúa dýrindis krásir, að bjóða upp á fyrir gesti og gangandi en ávalt staðið til baka og sögðu aðeins (og margar gera enn) „fyrirgefið lítilræðið“

Hnallþórur á öllum íslensku búningunum en þeir eru 8 talsins.

Hver verður þín uppáhalds Hnallþóra ?

 paskar      paskar2

 

 

 

 

 

 

 

Over Easter there is going to be a small exhibition in my workshop dedicated to certain type of cakes very popular in most Icelandic feasts. They are called Hnallþórur after a character in Halldórs Laxness famous novel „Under the glacier“, a woman who baked outrageously big cakes.

I decided to carve 8 Hnallþórur in honor of Icelandic women who have over the centuries strived to cook and bake for family and guests, always putting other first and then apologizing for their work.

Hnallþórur for all the Icelandic national costumes 8 in total, who is going to be your favorite?

Gleðilegt nýtt ár og kærar þakkir til allra sem heimsóttu vinnustofuna á árinu sem var að líða.

Þrátt fyrir að vinnustofan verði meira og minna lokuð næstu mánuði þá er ekki setið auðum höndum. Næsta sumar verða þar fuglar en þá mun ég líklegast setja upp litla sýningu á þeim tegundum sem ég hef verið að gera ásamt einhverjum nýjum og ekki er ólíklegt að einhverjar þjóðsögur sem tengjast þeim fái að fljóta með.

Hnallþóruverkefnið mitt klárast vonandi fyrir páska en hægt er að fylgjast með framvindu þess á facebókar og  Instragramsíðu vinnustofunnar.

img_2574

Happy New Year and thanks to all who visited my workshop last year.

Although the workshop is more or less closed over the next months I won’t be idle. Next summer there will be a small exhibition of birds I have been making and also some new ones, there might even be some folklore stories relating to birds.

Another project I have been working on (Hnallþóra – a big heavily decorated cake) will hopefully be finished before Easter but can be followed on the workshops Facebook and Instagram page.