Herdísarflögur

bibi-eyja-agust-vef-2015-21

Herdís þessi var vinnukona í einni af Breiðafjarðareyjum. Dag einn fór hún í kaupstaðarferð inn í Hólm með nokkrum bændum úr eyjunum. Á leiðinni silgdu þau fram hjá skeri einu þar sem uxu falleg söl og var ákveðið að vinnukonan yrði eftir á skerinu til að tína þau þangað til að þeir kæmu til baka. Eitthvað virðist kaupstaðarferðin hafa dregist því háflóð var komið í bakaleiðinni og bæði skerið og Herdís vinnukona horfin.