Stærð: H68cm B:130cm

Einu sinni bjó ungur bóndi austur undir Eyjafjöllum. Hann var ákafamaður mikill og starfsamur. Þar var sauðganga góð, sem hann var, og átti bóndi margt fé. Hann var nýkvæntur, þegar þessi saga gjörðist. Kona hans var ung, en duglaus og dáðlaus. Hún nennti ekkert að gjöra og skipti sér lítið af búinu. Þetta líkaði bónda mjög illa, en gat þó ekki að gjört. Eitt haust fékk hann henni ull mikla og bað hana að vinna hana til vaðmála um veturinn, en konan tók ekki líflega undir það. Leið svo fram á vetur, að konan tók ekki á ullinni, og ámálgaði þó bóndi það oft.

Einu sinni kemur kerling ein heldur stórskorinn til konunnar og bað hana að greiða eitthvað fyrir sér. “Geturðu unnið nokkuð fyrir mig í staðinn?” segir konan. “Til er það,” segir kerling, “eða hvað á ég að vinna?” “Ull til vaðmála,” segir konan. “Fáðu mér hana þá,” segir kerling. Konan tekur þá ákaflega stóran ullarpoka og fær henni. Kerling tekur við sekknum, snarar honum á bak sér og segir: “Ég skal koma með voðina á sumardaginn fyrsta.” “Hvað viltu hafa í kaup?” segir konan. “Það er nú ekki mikið,” segir kerling; “þú skalt segja mér nafn mitt í þriðju gátu, og erum við þá sáttar.” Konan játti því, og fer nú kerling burtu.

Líður nú fram veturinn, og spyr bóndi hana oft, hvar ullin sé. Hún segir hann það engu skipta, en hann skuli fá hana á sumardaginn fyrsta. Bóndi lét sér fátt um finnast, og líður nú fram á útmánuði. Þá fer konan að hugsa um nafn kerlingar, en sér nú engin ráð til að komast eftir því. Varð hún nú áhyggjufull og hugsjúk af þessu. Bóndi sér, að henni er brugðið, og bað hana segja sér, hvað að henni gangi. Hún sagði honum þá upp alla sögu. Var þá bóndi hræddur og segir, að nú hafi hún illa gjört, því þetta muni tröll vera, sem ætli að taka hana.

Einu sinni seinna varð bónda gengið upp undir fjallið, og kom hann á grjóthól einn stóran. Hann var að hugsa um raunir sínar og vissi varla af sér. Þá heyrist honum högg í hólnum. Hann gengur á hljóðið og kemur að smugu einni. Sér hann þá, hvar kona ein heldur stórvaxin situr að vef. Hefur hún vefinn milli fóta sér og slær hann mjög. Hún kvað fyrir munni sér þetta: “Hæ, hæ og hó, hó. Húsfreyja veit ei, hvað ég heiti; hæ, hæ og hó, hó. Gilitrutt heit ég, hó, hó. Gilitrutt heiti ég, hæ, hæ og hó, hó.” Þetta lét hún alltaf ganga og sló vefinn í ákafa. Bóndi varð glaður við og þóttist vita, að þetta mundi vera kerling sú, sem hafði fundið konu hans um haustið. Hann fer síðan heim og ritar hjá sér á miða nafnið Gilitrutt. Ekki lét hann konu sína heyra það, og kom nú hinn síðasti vetrardagur. Þá var húsfreyja mjög angurvær, og fór hún ekki í klæði sín um daginn. Bóndi kemur þá til hennar og spyr, hvort hún viti nafn vinnukonu sinnar. Hún kvað nei við og segist nú ætla að harma sig til dauða. Bóndi segir, að þess þurfi nú ekki við, fékk henni blað með nafninu á og sagði henni upp alla sögu. Hún tók við blaðinu og skalf af hræðslu, því hún óttaðist, að nafnið kynni að vera rangt. Biður hún bónda að vera hjá sér, þegar kerling komi. Hann segir: “Nei, og varstu ein í ráðum, þegar þú fékkst henni ullina, svo það er best að þú gjaldir ein kaupið.” Fer hann burtu síðan.

Nú kemur sumardagurinn fyrsti, og lá konan ein í rúmi sínu, en enginn maður annar var í bænum. Heyrir hún þá dunur miklar og undirgang, og kemur þar kerling og er nú ekki frýnileg. Hún snarar inn á gólfið vaðmálsstranga miklum og segir: “Hvað heiti ég nú, hvað heiti ég nú?” Konan var nær dauða en lífi af ótta og segir: “Signý?” “Það heiti ég, það heiti ég, og gettu aftur, húsfreyja,” segir kerling. “Ása?” segir hún. Kerling segir: “Það heiti ég, það heiti, og gettu enn, húsfreyja!” “Ekki vænti ég, að þú heitir Gilitrutt?” segir þá konan. Kerlingunni varð svo bilt við þetta, að hún datt kylliflöt niður á gólfið, og varð þá skellur mikill. Rís hún upp síðan, fór burtu og sást aldrei síðan. Konan varð nú fegnari en frá megi segja yfir því, að hún slapp frá óvætti þessum með svona góðu móti, og varð hún öll önnur. Gjörðist hún iðjusöm og stjórnsöm og vann æ síðan sjálf ull sína.


Dimensions: H:68cm W:130cm

Once upon a time a young farmer lived on the south coast of Iceland under a mountain called Eyjafjöll. He was hard-working and had lots of sheep. He was newlywed and his young wife was lazy and he worried about it.

In the fall he gave her wool to weave material from. The young wife didn´t show any interest in working on it, although the farmer reminded her at times, over the winter.

One day a giantess came to the wife asking her a favor. The wife was ready to help her, if the giantess would work on the wool for her in return. The giantess was willing to do the job if the wife could guess her name in the third riddle by the first day of summer. She agreed on that and the giantess took the wool with her.

The winter passed and the farmer asked his wife frequently were the wool was. She said that it was none of his concern and it would be ready on the first day of summer.

When the winter passed and the summer was near the wife worried that she would not guess the giantess right name. The farmer saw that she was worried and when he asked her she told him the whole story. The farmer got scared and told her that this must be a troll who wanted to abduct her.

One day after that the farmer walked up to the mountain. He was deep in his thoughts of their difficulties. Suddenly he heard banging from a rocky hillock. He walked towards the sound and through a loophole in the hillock he saw the giantess weaving and chanting: “Hi, hi and ho, ho. The wife does not know my name.

Hi, hi and ho, ho. Gilitrutt is my name.

Gilitrutt is my name. Hi, hi and ho, ho.”

The farmer was glad to hear. He figured that this must be the giantess, his wife met last fall. He went home and wrote down the name.

He didn´t tell his wife until the last day of winter. His wife was very miserable so that she didn´t even get dressed and just lay in her bed. He asked her if she knew the name of her maidservant. She answered no, and said she would just lie in bed until she would die worrying. The farmer told her that she would not have to. He gave her the paper with the name and told her the whole story. She shivered by fear when she got the piece of paper and she wondered if this was the right name. She asked her husband to stay with her when the giantess would arrive. He answered: “No, you were alone when you got you into this mess, so it is best that you get you out of it by yourself.” And he left.

On the first day of summer the wife was waiting alone in her bed. She heard quakes and rumbles when the giantess arrived with her wool material ready. She was more dead than alive when the giantess asked her about the name. She whispered: “Signý?”. The giantess answered: “That is not my name, that is not my name and guess again lady.” The wife whispered again: “Ása?”. The giantess answered: “That is not my name, that is not my name and guess again lady.” The wife asked: “Might your name be Gilitrutt?”

The giantess was shocked by hearing her name and fell to the floor with a smash. She rushed out of the farm and has never been seen after that. The wife was so relieved to escape from this troll and behaved differently after that. She became efficient and did all her works by herself.


10d