Árið 2015 er runnið upp og framundan fjöldi nýrra og spennandi verkefna. Þar er helst að nefna sýningu sem ég er að stefna á að vera með hér á vinnustofunni minni næsta sumar en á henni verður myndefnið eyjar og sker á Breiðafirði. Þar er af nógu að taka 🙂

Nákvæmleg dagsetning kemur í lok mars en hægt að fylgjast með vinnunni á þeim verkum á Facebooksiðu vinnustofunnar.

Ég er að þessum sökum ekki að taka á móti fleirum fuglapöntunum fyrr en næsta sumar og mun setja inn upplýsingar um það og leið og ég byrja.

Vinnustofan í vetur verður því aðeins opin þegar ég er að vinna þar og að sjálfsögðu eftir samkomulagi 🙂

Hvítabjarnarey