Fyrsta sunnudag í aðventu opnaði Vinnustofan desembersýningu sína Kaldar hendur, heitt hjarta. Að þessu sinni eru það vettlingar sem eru í fyrirrúmi. Sýningin samanstendur af vettlingum úr vettlingasafni Lillý Sigríðar Guðmundsdóttur ásamt vettlingum frá heimakonunum Guðnýju Pálsdóttur og Sesselju Eysteinsdóttur en þær eru einnig með vettlinga eftir sig til sölu á vinnustofunni.

Það er því tilvalið fyrir gesti og heimamenn að heimsækja vinnustofuna í desember og skoða það fallega handverk sem þar er til sýnis og hlýja sér á höndunum í leiðinni. Opnunartímar vinnustofunnar eru komnir inn á heimasíðuna.
fullsizerender
On the first Sunday of advent the Workshop opened its December exhibition Kaldar hendur, heitt hjarta. (Cold hands, warm heart.)
This time the exhibition consists of hand knitted mittens from a collection belonging to Lillý Sigríður Guðmundsdóttir and two local women, Guðný Pálsdóttir and Sesselja Eysteinsdóttir that are also selling their hand knitted mittens.

You are welcome to visit us in Desember, enjoing bautiful and traditional handcraft. Opening hours are on the webpage.