Þessa dagana stendur yfir samsýning Ragnhildar og Ingibjargar Ágústsdætra í vinnustofunni Tang & Riis, Aðalgötu 1 Stykkishólmi. Sýningin heitir FUGLAR og er til 25. maí nk. og eru opnunartímar sem hér segir:

fimmtudaga og föstudaga frá kl. 14:00 til kl. 17:00

Laugardaga og sunnudaga frá kl. 13:00 til kl. 17:00

Þess á milli er opið þegar verið er að vinna á vinnustofunni eða það er hægt að hafa samband í síma 897 5773

Hlökkum til að sjá ykkur.

Ingibjörg og Ragga