Laugardaginn 13. júní n.k. kl. 14:00 opna ég á vinnustofu minni í Tang og Riis í Stykkishólmi,  7. einkasýningu mína þar sem ég sýni útskorin myndverk. Sýningin nefnist EYJA enda er innblástur að þessu sinni sóttur í eyjar og sker í Breiðafirði.

14 ný verk verða á sýningunni og mun hún standa til 3. ágúst. Allar upplýsingar um opnunartíma í tengslum við sýninguna má finna á heimasíðunni eða á Facebooksíðu vinnustofunnar.

Hlakka til að sjá ykkur 🙂

Ingibjörg

 2015syning