Í desember verður Ingibjörg Hildur Benediktsdóttir með sýningu á vinnustofu Tang & Riis á vefnaði sem hún hefur unnið undanfarin ár.

Ég vona að okkur nöfnunum verði ekki ruglað mikið saman en Ingibjörg Hildur er mikil áhugakona um vefnað og ásamt því að sýna hina ýmsu ofna hluti eftir sig, hefur hún sett upp vefstól á vinnustofunni þar sem gestum og gangandi gefst færi á að kynna sér þetta skemmtilega handverk betur.

Sýningin opnar laugardaginn 28. nóv. kl. 14:00 og stendur til Þorláksmessu. Opnunartímar verða settir inn á heimasíðuna þegar nær dregur.

Við lofum ykkur fallegri og fróðlegri sýningu og vonumst til að sjá ykkur sem flest á aðventunni.

Ingibjörg Helga

Ingibjörg Hildur