Það er annars merkilegt hve hratt þessir mánuðir fyrir jólin líða.


It never seems to amaze me how fast time passes this time of year.

Litla norska prinsessan er nú tilbúin og bíður þess að komast heim, hún fann það sem hún var að leita að.

Verkefnið í Reykjavík er að taka lengri tíma en ég hafði gert ráð fyrir, kanski vegna þess að ég er ekki vön að vinna með svona stóra hluti eins og tvöfalda lokrekkju. En hún var vel smíðuð og ég vonast til að klára hana í næstu viku og set þá inn myndir af henni fullmálaðri.

Teiknivinna fyrir sýningu næsta sumar er komin á fullt og vonast ég til að hafa eitthvað meira að sýna ykkur af þeirri vinnu í desember.


The little Norwegian princess is waiting to get home; she found what she was looking for.

My project in Reykjavík is taking longer than I had anticipated, probably because I am not used to working on this scale. It was very well made and I am hoping to have the paintwork finished next week. So hopefully I´ll have some final pictures of it soon.

Work on an exhibition next summer has started and I hope to have something more to show you in December.