Það er eins og að á þessum árstíma líði tímin fljótar en áður, það hefur kanski eitthvað með það að gera að dagarnir eru að styttast…. Samt er veðrið áfram svo gott og garðurinn minn sem var svo fallegur í sumar er ekki svo slæmur svona frosinn og hrímaður ……. minnir mig svolítið á málverk .


It is like time passes faster this time of year, maybe it has something to with it that the days here are getting shorter. Still, the weather is nice and my garden that was so beautiful this summer is not so bad today, in this frozen mist. …..looks a bit like a painting.

 

Þessa dagana er ég að keppast við að klára tvö verk fyrir miðjan desember svo ég nái kanski að baka eitthvað með börnunum og einnig komast í aðra handavinnu fyrir jólin. Verkin heita Skötutjörn, sem er um þjóðsöguna um Skötutjörn á Þingvöllum og hitt er Krummasaga og er byggt á ljóði Jóhannesar úr Kötlum. Vinnunni miðar vel núna og vonast ég til að klára útskurðinn  um helgina.

 


 

These days I’m working hard to finish two works before the middle of December, so I will have time to do some baking with my children and maybe even some other handcraft. The works are called skate pond or Ray pond and is about a pond called Skötutjörn in Thingvellir and the other one is called Raven story and is based on a poem by Johannes from Kötlum. The work is going well and I’m hoping to have all the woodcarving finished this weekend.