Fyrsta „stóra“ verkið á sýninguna í vor er nú tilbúið fyrir málun. Ég hef skorið út kýr áður en þessar eru þær stærstu ……. eins gott að það er bara hausinn 🙂


The first “big” work for the exhibition this spring is now ready to be painted. I have carved out cows before but these are the biggest ….. Just as well it is only the head 🙂

Þjóðtrúin segir að kýrnar tali mannamál á nýjársnótt og þrettándanum, margar eigum við þulurnar um hvað þær segja. Engin er því miður til frásagnar um þessa viðburði því þeir sem heyra kýrnar tala ærast sjálfir og því ekki til frásagnar.

Umgjörðin utan um Djáknan á Myrká er óðum að skríða saman en ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvort hann sé að skipta sér að þar sem rafmagnsverkfærin mín bila gjarnan þegar ég vinn í henni :-S

Hér að neðan eru myndir sem ég lofaði að setja inn af verkefninu mínu í Reykjavík sem nú er loksins búið. Lokrekkjur þar sem themað var Ævintýrið af Hlyni kóngssyni.

Syngi, syngi svanir mínir.....

Signý Karlsdóttir


According to Icelandic folk believe, the cows speak on New Year’s Eve and the last night of Christmas. Unfortunately, those humans who hear them go crazy and cannot speak after that.

The frame around the Deacon of Myrká is coming together but I can’t help but wonder if it is haunted because all electrical tools I use on it keep breaking down :-S

Djákninn á Myrká

Here below are some pictures I did promise you a while ago of my Reykjavík project that is now finally finished.

Syngi, syngi svanir mínir.....

Hlyni Kóngsson