Sýningarlok
Laugardaginn 26. ágúst lauk sumarsýningunni á vinnustofunni. Ég vil því nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu gestum sem heimsóttu sýninguna fyrir komuna, og Sigríði í Leir 7 kærlega fyrir samstarfið sem hefur verið einstaklega skemmtilegt.

Framundan bíða enn nokkrir fuglar sem ég á eftir að klára og dag fóru þó nokkrir á pósthúsið. Ég miða við að skila af mér síðustu fuglapöntunum um miðjan september en eftir það hefst aftur vinna á verkum fyrir sýningu sem fyrirhuguð er á næsta ári. Nánari upplýsingar set ég inn um leið og það kemst á hreint.

Þangað til eins og alltaf er hægt að fylgjast með verkum í vinnslu inn á Facebókarsíðu vinnustofunnar sem er lokuð núna, nema eftir samkomulagi.

agust2
svanir

End of the exhibition
Last Saturday the summer exhibition ended. I would like to thank everyone who stopped by for a visit this summer.

Next on the agenda is preparation for an exhibition next summer, I will put in date and location as soon as it is confirmed.

Until then, as always you can follow my work on my studio’s Facebook page.