Stærð: H:104cm B:89cm

Einu sinni til forna var prestur í Hruna í Árnessýslu, sem mjög var gefinn fyrir skemmtanir og gleðskap. Það var ávallt vani þessa prests, þegar fólkið var komið til kirkju á jólanóttina, að hann embættaði ekki fyrri part næturinnar, heldur hafði dansferð mikla í kirkjunni með sóknarfólkinu, drykkju og spil og aðrar ósæmilegar skemmtanir langt fram á nótt. Presturinn átti gamla móður, sem Una hét; henni var mjög á móti skapi þetta athæfi sonar síns og fann oft að því við hann. En hann hirti ekkert um það og hélt teknum hætti í mörg ár. Eina jólanótt var prestur lengur að þessum dansleik en venja var; fór þá móðir hans, sem bæði var forspá og skyggn, út í kirkju og bað son sinn hætta leiknum og taka til messu. En prestur segir, að enn sé nægur tími til þess, og segir: “Einn hring enn, móðir mín.” Móðir hans fór svo inn aftur úr kirkjunni. Þetta gengur í þrjár reisur, að Una fer út til sonar síns og biður hann að gá að guði og hætta heldur við svo búið en verr búið. En hann svarar ávallt hinu sama og fyrri. En þegar hún gengur fram kirkjugólfið frá syni sínum í þriðja sinn, heyrir hún, að þetta er kveðið, og nam vísuna:

“Hátt lætur í Hruna;

hirðar þangað bruna;

svo skal dansinn duna,

að drengir mega það muna.

Enn er hún Una,

og enn er hún Una.”

Þegar Una kemur út úr kirkjunni, sér hún mann fyrir utan dyrnar; hún þekkti hann ekki, en illa leist henni á hann og þótti víst, að hann hefði kveðið vísuna. Unu brá mjög illa við þetta allt saman og þykist nú sjá, að hér muni komið í óefni og þetta muni vera djöfullinn sjálfur. Tekur hún þá reiðhest sonar síns og ríður í skyndi til næsta prests, biður hann koma og reyna að ráða bót á þessu vandkvæði og frelsa son sinn úr þeirri hættu, sem honum sé búin. Prestur sá fer þegar með henni og hefur með sér marga menn, því tíðafólk var ekki farið frá honum. En þegar þeir koma að Hruna, var kirkjan og kirkjugarðurinn sokkinn með fólkinu í, en þeir heyrðu ýlfur og gaul niðri í jörðinni. Enn sjást rök til þess, að hús hafi staðið uppi á Hrunanum, en svo heitir hæð ein, er bærinn dregur nafn af, sem stendur undir henni. En eftir þetta segir sagan, að kirkjan hafi verið flutt niður fyrir Hrunann, þangað sem hún er nú, enda er sagt, að aldrei hafi verið dansað síðan á jólanóttina í Hrunakirkju.


Dimensions : H:104cm W:89cm

The Dance at Hruni

A long time ago there was a priest at the church of Hruni who was very fond of dancing and merriment. When the congregation had arrived for services on Yule Eve, this priest had the habit of holding a dance far into the night, which was accompanied by drinking, card games and other unsuitable merriment. The priest had an old mother whose name was Una. Una did not like these activities and asked her son to cease, but he kept on doing this for many years.

One Yule Eve the priest kept at the merriment longer than usual. His mother then went to the church and asked him to stop the merriment and start the services, but the priest told his mother there was time enough for that, and said, “One more round, mother, one more round.”

His mother returned to the house. Three times she went to the church to ask her son to stop, but he always replied with the same words. “One more round mother, one more round.”

When she walked out of the church for the third time she heard a voice speaking in rhyme…

Loud noises at Hruni,

People hurry there.

Let the dance continue,

so men will that remember.

Still is Una,

and still is Una.

When Una came out of the church she saw a man outside. She did not know him and did not like his looks. She was certain it was he who had spoken the verse. Surely this was the devil himself. She saddled her son’s horse and rode swiftly to the nearest priest and asked him to accompany her, to try to solve this problem and save her son from the danger that he was facing. The priest accompanied her at once, but when they came to Hruni the church and the churchyard had sunken into the ground with all the people. They heard whining and yelping deep in the ground.

It is related that the church was moved after this, and there has never been dancing in the church at Hruni on Yule Eve since that time.

(This story has entered the Icelandic language, because Hrunadans describes something that is running fast and out of control and can be expected to end in calamity.)


8