a

Nú nálgast haustið á ógnarhraða eftir það sem mörgum finnst frekar blautt sumar.

Þrátt fyrir að vinnustofan hafi ekki verið með fasta opnunartíma í sumar hafa þó nokkrir komið í heimsókn og ýmislegt hefur verið í gangi.

Nokkrar Freyjur eru enn í vinnslu og núna er ég formlega búin að opna fyrir fuglapantanir.

c

Ég bendi því áhugasömum á að skoða bæði heimasíðuna og facebooksíðu vinnustofunnar en það má finna fleiri myndir af fuglum á vegg. Ekki verður tekið á móti fleiri fuglapöntunum en ég næ að klára með góðu móti fyrir nóvemberlok.

Þannig að nú er um að gera fyrir þá sem hafa verið að bíða að senda mér póst sem fyrst á bibi@bibi.is