Vinnustofusýning um Hvítasunnuna.
19. til 26. Maí nk. verður á vinnustofunni Tang & Riis lítil sýning sem nefnist Freyjur og Freyjudætur. Sýningin samanstendur af 8 „freyjum“ og 4 „dætrum“ hún er ekki ólík sýningu sem var á vinnustofunni á svipuðum tíma í fyrra og nefndist Hnallþórur.

Fyrir utan það að vera fallegt kvenmannsnafn sem fengið er úr norrænni goðafræði þá er nafnið Freyja nokkurskonar samnefnari allra íslenskra kvenna sbr. Fósturlandsins Freyjur og atvinnugrein sem lengi framanaf var aðeins mönnuð konum fékk starfsheitið flugfreyjur.

4

Fyrir mörgum árum var ég í kirkju á jólunum með fjölskyldu minni íklædd faldbúningi, á bekknum fyrir framan mig sat lítil stelpa örugglega ekki eldri en 5 til 6 ára hún var að alltaf að snúa sér við og horfa á mig í búningnum enda er hann með eindæmum skrautlegur eins og þeir vita sem þekkja faldbúninga. Að lokum snýr stelpan sér að mömmu sinni og „hvíslar“ svo allir nærstaddir heyrðu; „sjáðu mamma þetta er svona Húsfreyja“

Yndislegt orð húsfreyja