Eftir að hafa klárað og skilað af mér verkum fyrir Vínlandssetrið í Búðardal sem opnaði í júlí sl. þá hef ég verið að taka á móti og gera fuglapantanir. Engin sýning var hjá mér á vinnustofunni í sumar og hún því lokuð nema skv. samkomulagi. Ekkert er planað út árið og því sama fyrirkomulag á nema að nú get ég ekki tekið á móti fleiri fuglapöntunum á þessu ári en þeir sem hafa pantað geta átt von á sínum fuglum á næstu vikum eða mánuðum.

Þetta hefur óneitanlega verið mjög sérstakt sumar fyrir okkur öll og eins og þið vona ég að næsta sumar verði frjálsara og í þeirri von er ég byrjuð að undirbúa sýningu fyrir sumarið 2021 á vinnustofunni. Ég mun setja inn myndir og fréttir af því sem er í gangi og leyfi ykkur að fylgjast með.

This has been a summer most strange and we all hope next year will bring us more freedom and, in that hope, I am planing a small exhibition in my studio for next summer. I will continue to put in pictures and news to keep you updated.