Laugardaginn 13. júní n.k. kl. 14:00 opna ég á vinnustofu minni í Tang og Riis í Stykkishólmi,  7. einkasýningu mína þar sem ég sýni útskorin myndverk. Sýningin nefnist EYJA enda er innblástur að þessu sinni sóttur í eyjar og sker í Breiðafirði.

14 ný verk verða á sýningunni og mun hún standa til 3. ágúst. Allar upplýsingar um opnunartíma í tengslum við sýninguna má finna á heimasíðunni eða á Facebooksíðu vinnustofunnar.

Hlakka til að sjá ykkur 🙂

Ingibjörg

 2015syning

Árið 2015 er runnið upp og framundan fjöldi nýrra og spennandi verkefna. Þar er helst að nefna sýningu sem ég er að stefna á að vera með hér á vinnustofunni minni næsta sumar en á henni verður myndefnið eyjar og sker á Breiðafirði. Þar er af nógu að taka 🙂

Nákvæmleg dagsetning kemur í lok mars en hægt að fylgjast með vinnunni á þeim verkum á Facebooksiðu vinnustofunnar.

Ég er að þessum sökum ekki að taka á móti fleirum fuglapöntunum fyrr en næsta sumar og mun setja inn upplýsingar um það og leið og ég byrja.

Vinnustofan í vetur verður því aðeins opin þegar ég er að vinna þar og að sjálfsögðu eftir samkomulagi 🙂

Hvítabjarnarey

Ég mun taka á móti fuglapöntunum fram til 14 september en eftir að þeim er lokið mun ég alfarið snúa mér að öðrum útskurðarverkum fyrir sýningar næsta sumars.

photo3

Það er þó ekki óhugsandi að fleiri fuglar verði til þegar þeim sýningum er lokið 🙂

Núna  laugardaginn 11. júlí verður vinnustofan opin frá kl. 11:00 til 18:00 vegna Skotthúfunnar, búningahátíðar í Hólminum. Þeir sem vilja alveg hafa puttan á púlsinum geta fylgst með á facebook síðu vinnustofunar en þar mun ég setja inn myndir og fréttir nokkuð ört yfir daginn. Þess má geta að Heimilisiðnaðarfélagið verður með aðsetur í andyri Tang & Riis þar sem hægt verður að skoða ( og jafnvel versla ) það sem til þarf í búningasaum.

Skotthúfan sjálf er með facebooksíðu hér; https://www.facebook.com/skotthufan

IMG_1367

Að lokinni tiltekt, myndatöku og endurröðun opnar vinnustofan á morgun laugardaginn 31. maí.

Ég get líka glatt þá sem misstu af FUGLA sýningunni okkar Ragnhildar með því að í nýjasta Hús og híbýli er viðtal við mig og mjög góðar myndir af sýningunni, þannig að næstu mánuði (og ár) má sjá fuglasýninguna á öllum bestu biðstofum landsins 🙂

í næstu viku koma svo vonandi inn nýjar myndir á fugla og verka síðurnar.

L1030207

Sýningunni Fuglar lauk síðustu helgi og nú er verið að pakka niður og endurraða á vinnustofunni til að hægt sé að opna aftur sjómannadagshelgina.

Þetta er nánast jafn mikið mál og að setja upp nýja sýningu og í þokkabót þarf að mynda nokkur verk, þannig að vonandi í lok næstu viku verða komnar inn nýjar myndir á verka og fuglasíðuna.

 

Þessa dagana stendur yfir samsýning Ragnhildar og Ingibjargar Ágústsdætra í vinnustofunni Tang & Riis, Aðalgötu 1 Stykkishólmi. Sýningin heitir FUGLAR og er til 25. maí nk. og eru opnunartímar sem hér segir:

fimmtudaga og föstudaga frá kl. 14:00 til kl. 17:00

Laugardaga og sunnudaga frá kl. 13:00 til kl. 17:00

Þess á milli er opið þegar verið er að vinna á vinnustofunni eða það er hægt að hafa samband í síma 897 5773

Hlökkum til að sjá ykkur.

Ingibjörg og Ragga

Þrátt fyrir að vera byrjuð að mála þá er ég enn að skera út. Fuglaþemað heldur áfram en í bland við gömul íslensk útsaumsmunstur.


The work for the Easter exhibition is going well. I have however more new works to complete.
Read more

Janúarmánuður fer af stað með fuglum á vinnustofunni, þar sem undirbúningur undir fuglasýningu með Ragnhildi systur minni sem á opna á um Páskana er byrjaður.


January starts with birds in the workshop, as preparation has started for a bird exhibition which is planned for Easter, with my sister Ragnhildur Ágústsdóttir
Read more

Laugardaginn 7. des. opnar í vinnustofunni sýningin Smáræði, fyrsta einkasýning Önnu Meðsted.


On Saturday the 7th of this month the photo exhibition Smáræði opens in the new workshop, This is the fyrst private exhibition of Anna Melsteð.
Read more