Fyrsta sunnudag í aðventu opnaði Vinnustofan desembersýningu sína Kaldar hendur, heitt hjarta. Að þessu sinni eru það vettlingar sem eru í fyrirrúmi. Sýningin samanstendur af vettlingum úr vettlingasafni Lillý Sigríðar Guðmundsdóttur ásamt vettlingum frá heimakonunum Guðnýju Pálsdóttur og Sesselju Eysteinsdóttur en þær eru einnig með vettlinga eftir sig til sölu á vinnustofunni.

Það er því tilvalið fyrir gesti og heimamenn að heimsækja vinnustofuna í desember og skoða það fallega handverk sem þar er til sýnis og hlýja sér á höndunum í leiðinni. Opnunartímar vinnustofunnar eru komnir inn á heimasíðuna.
fullsizerender
On the first Sunday of advent the Workshop opened its December exhibition Kaldar hendur, heitt hjarta. (Cold hands, warm heart.)
This time the exhibition consists of hand knitted mittens from a collection belonging to Lillý Sigríður Guðmundsdóttir and two local women, Guðný Pálsdóttir and Sesselja Eysteinsdóttir that are also selling their hand knitted mittens.

You are welcome to visit us in Desember, enjoing bautiful and traditional handcraft. Opening hours are on the webpage.

…… og í lok hverrar sýningar eru verkin öll mynduð bak og fyrir af Önnu Melsteð, þetta er eiginlega orðin hefð hjá okkur 🙂

Kærar þakkir til ykkar allra sem lögðuð leið ykkar á Vinnustofuna mína í sumar og hlustuðuð á Þjóðsögur, margar sem þið þekktuð og eflaust margir að heyra einhverja söguna í fyrsta sinn. Það er búin að vera mér einstök ánægja að fá að segja ykkur þessar sögur og upplifa viðbrögð ykkar við þeim og verkunum.

Ég vona að þið haldið áfram að fylgjast með því sem er í gangi á vinnustofunni, og minni á að þar sem sýningin er búin þá eru ekki fastir opnunartímar en það er opið þegar ég er að vinna hér og að sjálfsögðu eftir samkomulagi

….. And at the end of each exhibition all the artwork is photographed by my webpage designer Anna. This has become some what of a tradition 🙂

Thank you all so much for visiting me at my workshop this summer and listening to Icelandic folklore stories, I enjoyed telling them and seeing your reaction to them and my works.

I hope you will continue to follow whats on at the workshop and remind you that since the exhibition is over there are no fixed opening hours, it is open when I am working here and by appointment.

 

Nú fer hver að verða síðastur til að sjá sýninguna; Þjóðsögur- ljótar sögur fyrir ljúf börn en hún verður tekin niður eftir helgina.

Næst á dagsskrá er vinna í pöntunum sem eru  fuglar og minni verk. Næsta sýning á vinnustofunni er fyrirhuguð í desember en meir um það aðeins síðar 😉

FullSizeRender 7FullSizeRender 6 copy

Now is the last chance to see the exhibition, Icelandic folklore stories – bitter tales for sweet children, since it will be taken down after the weekend.

At the moment I am working on some birds and smaller works. The next exhibition at the workshop won’t be until December, but more about that later 😉

Sumarsýning Ingibjargar H Ágústsdóttur á vinnustofu hennar í kjallara Tang & Riis í Stykkishólmi. Sýningin sem mun standa út ágústmánuð samanstendur af 9 útskurðarverkum þar sem innblástur er sóttur í þjóðsögur og þjóðtrú.

FullSizeRender

Laugardagurinn 16. Juli hefur orðið fyrir valinu sem opnunardagur sýningar minnar í sumar. Innblástur verkanna eru þjóðsögur eins og svo oft áður, sumar þekktar og aðrar óþekktari.

Sýningin verður á vinnustofunni minni og hægt er að fylgjast með verkunum í vinnslu á facebóksíðunni.

Sýningin mun standa út ágústmánuð og ég sendi út boð á Facebókinni þegar nær dregur. opnunartímar vinnustofunnar þangað til eru þeir sömu og áður þ.e. þegar ég að vinna þar eða eftir samkomulagi.

I have decided on 16th of July as the opening day for my summer exhibition at my workshop. As so often before Icelandic folklore stories are the inspiration for my works.

The exhibition will last out August and I will send out notifications on Facebook when the day draws near, as well as opening hours.

verk2

Eitt af öðru færast verkin nú af pappírnum yfir í tré, stykki fyrir stykki …

One by one the works move from paper to wood, piece by piece…

 

Árið 2015 að baki og 2016 framundan, jólagreinarnar í Vinnustofu Tang & Riis farnar að laufgast og lóan mætt á svæðið 🙂


Tvær sýningar voru hjá mér á vinnustofunni í ár, annarsvegar sýning mín EYJA sl. sumar og í desember sl. sýndi nafna mín Ingibjörg Hildur Benediktsdóttir vefnað sem hún hefur unnið frá árinu 2010.

Ég vil nota tækifærið og þakka öllum þeim sem heimsóttu vinnustofuna á árinu sem var að líða og vona að þið lítið við á þessu nýja ári 2016. Framundan er vinna við nýja sýningu helgaða þjóðsögum, sem áætluð er í sumar hér á vinnustofunni í Tang & Riis húsinu í Stykkishólmi.

Opnunartímar vinnustofunnar næstu mánuði eru ekki fastir þar sem ekki er nein sýning í gangi en að sjálfsögðu er opið þegar ég er að vinna þar og eftir samkomulagi.

áramót2016

The Year 2015 is over and 2016 ahead, spring is already in the air as the Christmas decorations started to sprout leaves and even flowers.
Two exhibitions were in my workshop this year, first the exhibition EYJA (my works based on names of some of the many islands and reefs in Breidafjordur ) last summer, and this December Ingibjorg Hildur Benediktsdóttir (whose name is a lot like my own :-)) exhibited textiles woven by her since 2010.
I would like to thank all those who visited me and us at the workshop this year and hope you’ll drop by in the New Year. Already work has begun on new artworks for an exhibition this coming summer where the theme is Icelandic folktales and myths.
For the next few months there are not fixed opening hours for the workshops so it is open when I am working there and of cause by an appointment.

Í desember verður Ingibjörg Hildur Benediktsdóttir með sýningu á vinnustofu Tang & Riis á vefnaði sem hún hefur unnið undanfarin ár.

Ég vona að okkur nöfnunum verði ekki ruglað mikið saman en Ingibjörg Hildur er mikil áhugakona um vefnað og ásamt því að sýna hina ýmsu ofna hluti eftir sig, hefur hún sett upp vefstól á vinnustofunni þar sem gestum og gangandi gefst færi á að kynna sér þetta skemmtilega handverk betur.

Sýningin opnar laugardaginn 28. nóv. kl. 14:00 og stendur til Þorláksmessu. Opnunartímar verða settir inn á heimasíðuna þegar nær dregur.

Við lofum ykkur fallegri og fróðlegri sýningu og vonumst til að sjá ykkur sem flest á aðventunni.

Ingibjörg Helga

Ingibjörg Hildur

Nú er sýningunni EYJA lokið og þessa dagana er ég að taka niður og ganga frá verkunum. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu sýningargestum sem heimsóttu sýninguna í sumar. Það var einstaklega gaman að taka á móti ykkur og vonandi haldið þið áfram að fylgjast með þvi sem er í gangi á vinnustofunni. Myndir af nýju verkunum munu verða settar inn á síðuna fyrir lok ágúst.

Framundan er áframhaldandi vinna í fuglum en ég mun hætta að taka á móti fuglapöntunum í lok ágúst, þangað til næsta sumar. Breyting er einnig á opnunartíma vinnustofunnar þar sem aðeins eru fastir opnunatrímar í kringum sýningar, í þessum mánuði er vinnustofan því aðeins opin þegar ég er að vinna þar eða eftir samkomulagi.

sýningarlok

Sýningaropnun að baki og nú eru komnir fastir opnunartímar á vinnustofunni fram yfir verslunarmannahelgi en ég vil einnig benda á að hægt er að opna eftir samkomulagi ef þessi tími henntar illa. Nú er hins vegar loksins komin sá tími að hægt er að panta fugla á vegg aftur og set ég hér inn verð pr. stykki á helstu tegundunum:

Hvítir svanir kr. 45.000.-

Álftarungar kr. 19.000.-

Svartir svanir kr. 50.000 til 55.000.-

Uglur kr.37.000.-

Hrafnar kr. 33.000.-

Tjaldur kr. 33.000.-

Æðarfugl kr. 35.000.-

þeir sem hafa áhuga geta sent mér póst og eins ef þið viljið frekari upplýsingar.

Það fer síðan eftir fjölda pantana hversu lengi ég get tekið á móti þannig að endilega ef þið viljið festa ykkur fugl hafið þá samband sem fyrst 🙂

hvitirsvanir