Laugardaginn 16. mars kl. 14:00 opnar lítil yfirlitssýning á verkunum mínum á vinnustofunni Tang og Riis. Sýningin stendur aðeins í eina viku eða til 24. mars og er sett upp í tilefni Júlíönnu- hátíð sögu og bóka, sem er hér í Hólminum 21. til 24. mars en allar nánari upplýsingar um þá hátíð má finna hér.

file-4

Á sýningunni Ævintýraboxin eru eldri verk eftir mig í bland við ný og spanna sl. 9 ár og þar sem sýningin er á vinustofunni minni er einnig hægt að sjá ný verk í vinnslu.

Vinnustofan  er opin alla sýningardagana frá kl. 14:00 til kl. 17:00.

Hlakka til að sjá ykkur.

Ingibjörg