Sýningarlok

sýningarlok1

Nú er sýningunni EYJA lokið og þessa dagana er ég að taka niður og ganga frá verkunum. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu sýningargestum sem heimsóttu sýninguna í sumar. Það var einstaklega gaman að taka á móti ykkur og vonandi haldið þið áfram að fylgjast með þvi sem er í gangi á vinnustofunni. Myndir af nýju verkunum munu verða settar inn á síðuna fyrir lok ágúst.

Framundan er áframhaldandi vinna í fuglum en ég mun hætta að taka á móti fuglapöntunum í lok ágúst, þangað til næsta sumar. Breyting er einnig á opnunartíma vinnustofunnar þar sem aðeins eru fastir opnunatrímar í kringum sýningar, í þessum mánuði er vinnustofan því aðeins opin þegar ég er að vinna þar eða eftir samkomulagi.

sýningarlok